Færsluflokkur: Bloggar

Ótrúleg blaðamennska.

Í þessari frétt eru biblíutilvitnanir þýddar úr ensku, þrátt fyrir að versin séu merkt í tilvitnuðu slidesjói.

Ætli það sé ekki til Biblía hjá Mogganum? Eða jafnvel bara internetið, manni skilst að það sé orðið talsvert útbreitt.


mbl.is Rumsfeld vitnaði í Biblíuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1. apríl

Það virðist sem fréttin sé rétt þrátt fyrir dagsetninguna, þar sem hún er birt í öllum dönsku vefmiðlunum. Það er samt ótrúlegur andskoti að birt sé frétt þann fyrsta apríl og fjallað um peningakassa sem detta af vörubíl út um alla Köben og það sé hreinlega satt.

Allavega hló ég mig máttlausan yfir þessum auðtrúa blaðamannakjánum á mbl.is í upphafi, en verð að játa mig sannfærðann.

Nema Danskurinn sé svona svakalega samstilltur í gabbinu.


mbl.is Ránið í Danmörku þaulskipulagt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sameign þjóðarinnar?

Jæja! Þá ætti nú að vera farið að renna upp fyrir þjóðinni hvað felst í hinu ofnotaða og útjaskaða hugtaki "sameign þjóðarinnar". Þetta hugtak hafa menn notað til að berja sér á brjóst sem varðhundar fyrir þjóðina gegn hinum illa eignarrétti, án þess að hafa svo mikið sem reynt að gera sér í hugalund hvað í því felst og hvað það hlýtur að þýða.

Saga þessa hugtaks er sú að árið 1987 var því bætt inn í fiskveiðistjórnarlögin til þess árétta yfirráð ríkisins yfir ráðstöfunnarrétti á fiskveiðiheimildum. Ekki þótti skemma að hugtakið lítur pólitískt flott út og gefur í skyn að þingið beri hag þjóðarinnar fyrir brjósti. Þingmönnum var þó flestum fullljóst að hugtakið var í eðli sínu innantómt og gat ekki haft neina eiginlega lögfræðilega merkingu.

Í þjóðskipulagi því sem við búum við höfum við nefnilega ákveðinn aðila til að fara með eignarétt fyrir hönd þjóðarinnar. Nefnilega ríkið. Þjóðareign er því í raun og verður alltaf ríkiseign. Þetta hefur svo sem ekki skipt máli hingað til þar sem fiskveiðilöggjöfin er í nokkuð föstum skorðum. Þó urðu nokkur þáttaskil varðandi hugtakið þjóðareign þegar lög um þjóðlendur voru sett. Þar er það algerlega skýrt að þjóðareign er í raun ríkiseign. Síðan hafa menn fylgst með því hvernig ríkið er bæði að sölsa undir sig það land sem áður var óháð eignarrétti og þ.a.l. eins nálægt því að vera "þjóðareign" og hægt var.

Nú er ríkið sumsé farið að leggja drög að því að selja þjóðlendurnar. Það er út af fyrir sig fínt, en sýnir einfaldlega hvað felst í hugtakinu þjóðareign.

 Meira síðar


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband